Markmið Ancestry er að tengja alla við fortíð sína svo að þeir geti uppgötvað, varðveitt og deilt einstakri fjölskyldusögu sinni. Meðlimir Ancestry eru hluti af einstöku samfélagi sem tekur þátt í og vinnur saman að fjölskyldusögun, býr til nýjar tengingar og kemur á framfæri og deilir efni. Fjölskyldusögur blómstra þegar samfélagið fer eftir reglunum sem auðvelda samskipti og virðingu á milli meðlima Ancestry. Hvort sem ferðalag þitt hefst með DNA eða sögu fjölskyldu þinnar þá viljum við að öllum líði vel í samfélagi Ancestry.
Ef þú rekst á eitthvað sem stríðir gegn þessum reglum, brýtur gegn réttindum þínum eða inniheldur ólöglegt efni, vinsamlegast hafðu samband við okkur eða sendu tilkynningu á netinu og við munum gera okkar besta til að bregðast við því sem komið hefur upp. Upplýsingar um tegundir kvartana sem hægt er að leggja fram ásamt ferlinu sem við notum til að leysa úr þeim er að finna hér. Þakka þér fyrri að vera hluti af samfélaginu!
Aðgangur að síðu og öryggismál
Þegar þú notar Ancestry reikninginn þinn eða aðra Ancestry þjónustu þá:
- Verður þú að hlíta öllum gildandi lögum.
- Verður þú að vera með þinn eigin Ancestry reikning og velja einkvæmt notendanafn og aðgangsorð.
- Mátt þú ekki deila aðgangsorði Ancestry reikningsins þíns með öðrum.
- Mátt þú ekki leyfa barni undir 13 ára aldri að birta upplýsingar eða efni í gegnum Ancestry reikninginn þinn.
- Verður þú gefa upp gildar og heildstæðar tengiliðaupplýsingar, þ.m.t. netfang.
- Mátt þú ekki velja notendanafn sem er hatursfullt, dónalegt eða á annan hátt óviðeigandi, sem Ancestry er frjálst að ákvarða að eigin geðþótta.
- Mátt ekki gefa ranga mynd af því hver þú ert, hvorki gagnvart Ancestry né öðrum notendum.
- Mátt ekki trufla eða reyna að trufla þjónustuna, þar með talin notkun hugbúnaðar, vírusa eða stefa til að hamla, hylja, breyta efni eða vefsíðum Ancestry, eða valda skemmdum á hugbúnaði, vélbúnaði eða fjarskiptabúnaði annarra.
- Mátt þú ekki deila efni eða eiga samskipti á þann hátt sem þú veist að er rangur eða villandi, þar með talið að þykjast vera einhver annar, gefa rangar upplýsingar um tengsl þín við einhvern einstakling eða aðila (þar með talið Ancestry), ranglega halda því fram að þú hafir meðmæli sem þú hefur ekki eða gefa rangar upplýsingar um að þú sért starfsmaður eða fulltrúi Ancestry eða fyrirtækjafjölskyldu þess.
Samfélagsöryggi og óheimilt efni
Vinsamlegast athugaðu að þjónusta okkar inniheldur efni, gamlar myndir, skjöl og sögur sem sumum notendum getur þótt óviðeigandi og óþægilegar. Þó að efni kunni að vera varðveitt fyrir sögulegt gildi þess og raunverulega tengingu við ættartré reynum við að gæta jafnvægis á milli þess að varðveita söguna og samfélagsstaðla. Við hvetjum notendur til að sína öðrum tillitssemi og við kunnum að biðja þig um að fjarlæga ákveðið efni eða að hætta að deila ættartré þínu. Við leggjum áherslu á að taka á efni og hegðun sem er ólögleg, ógnandi, skaðleg eða móðgandi t.d.:
- Niðrandi, ærumeiðandi, dónalegt, hatursfullt, ærumeiðandi, sviksamlegt eða klámfengið efni.
- Efni sem hvetur til eða sýnir hatur eða ofbeldi gagnvart einstaklingi eða hópi.
- Kynferðislegt, klámfengið eða ágengt efni.
- Að nota þjónustu okkar til að elta uppi, áreita, leggja í einelti, hóta eða ráðast munnlega á notendur.
- Að misnota starfsmenn Ancestry persónulega eða hafa áhrif á stafrænan búnað Ancestry.
- Efni sem deilir opinberlega persónulegum, einka- eða trúnaðarupplýsingum lifandi einstaklings án leyfis þeirra, svo sem ljósmyndir af lifandi einstaklingum, innsigluð dómsskjöl, viðkvæmar fjárhagsupplýsingar eða tengiliðaupplýsingar. Ef um er að ræða ólögráða einstaklinga þá munt þú þurfa að afla samþykkis foreldris eða forráðamanns þeirra.
Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart ólöglegu efni, sérstaklega efni sem sýnir kynferðislega misnotkun á börnum og efni sem hvetur til hryðjuverka. Við kunnum að fylgjast með og fjarlægja slíkt efni, t.d.:
- Að viðhalda einföldu tilkynningarverkfæri á netinu og símanúmeri til að heimila notendum að tilkynna efni til skoðunarteymis okkar; og
- Að þjálfa skoðunarteymi til að skoða hratt og fjarlægja efni þegar það verður vart við slíkt efni;
- Notkun „tæti-samsvörunartækni“ til að skima og merkja til frekari skoðunar efni sem gæti innihaldið kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum eða misnotkun barna;
- Að takmarka aðgang að ákveðnum eiginleikum við greiðandi notendur og staðfesta auðkenni prufuaðila og áskrifenda til að verjast svikum;
- Að takmarka þær tegundir miðla sem hægt er að deila í gegnum bein skilaboð (t.d. engin myndbandsdeiling); og
- Að leyfa notendum að loka á aðra notendur og slökkva á skilaboðum frá öðrum notendum.
Bera virðingu fyrir hugverkarétti
Þegar þú notar Ancestry reikninginn þinn og þjónustu Ancestry þá máttu ekki:
- Birta eða deila efni sem er varið með höfundarrétti eða vörumerkjarétti, nema þú hafir skýrt leyfi frá eiganda höfundarréttarins eða vörumerkisins fyrir slíku efni. Ítarlegri upplýsingar er að finna íHöfundarréttarstefnu okkar. Vinsamlegast athugaðu að ef þú deilir efni þínu opinberlega geta aðrir notendur haft aðgang að og notað efni þitt sem hluta af, eða í sambandi við þjónustuna. Við erum ekki skuldbundin til að fjarlægja efni þitt þegar því hefur verið deilt opinberlega.
- Endurskapa, vendismíða eða selja einhvern hluta af þjónustu Ancestry (þ.m.t. AncestryDNA prófunarsettum) eða efni Ancestry, eða kerfisbundið hala niður gögnum úr Ancestry gagnagrunnum til að búa til eða byggja upp annan gagnagrunn í öðrum tilgangi.
- Búa til djúptengla („deep link“) eða ramma, innskotstengla („inline link“) eða spegla einhvern hluta af þjónustu Ancestry án skriflegs leyfis Ancestry.
- Deila, dreifa, birta eða afhjúpa efni, eiginleika eða upplýsingar sem nálgast er í gegnum aðgangsforrit fyrir fyrstu útgáfu, beta-prófanir, forútgáfur eða aðra forútgáfuvirkni án skriflegs leyfis frá Ancestry.
Ruslpóstur er ekki heimilaður
Þú mátt ekki nota Ancestry reikninginn þinn eða þjónustu Ancestry (eða einhverjar upplýsingar sem fengnar eru í gegnum þjónustuna) til að birta eða veita aðgang að auglýsingum, kynningarefni, ruslpósti, fjölpósti, keðjubréfum eða annars konar sölumennsku.
Find a Grave
Á meðan þú notar Find a Grave skaltu hafa þessar viðbótarreglur í huga:
- Ekki misnota verkfæri til að leggja til leiðréttingar eða viðbætur eða senda skilaboð til annarra Find a Grave-meðlima um minnisvarða sem þeir hafa umsjón með.
- Vinsamlegast sýndu hugulsemi varðandi þá fjölbreyttu menningarlegu merkingu sem grafreitir hafa, svo og kirkjugarðar og hinir látnu. Við staðfestum að sum frumbyggjasamfélög leitast við að heiðra og merkja grafir sínar, á meðan önnur vilja ekki að grafir þeirra finnist, séu ljósmyndaðar eða birtar opinberlega. Ekki pósta, senda eða birta efni sem tekið er frá eða tilheyrir alríkis- og/eða ríkisviðurkenndum frumbyggjalöndum Ameríku og/eða meðlimum án þess að skýrt samþykki og leyfi frá viðkomandi og tengdu samfélagi hafi fengist, frá fólki eða ættbálkaþjóðum, eða ef þú ert ríkisborgari eða viðurkenndur fulltrúi ættbálkaþjóðarinnar sem um getur.
Lagalegar upplýsingar
Samfélagsreglur Ancestry eiga við um alla notendur vefsíðna, þjónustu og forrita sem tengjast þessum samfélagsreglum (þar á meðal Ancestry, AncestryDNA, Newspapers.com, Find a Grave, Fold3, Forces War Records, Archives og WeRemember) og eru ætlaðar til að vernda þig og allt Ancestry samfélagið. Öll hugtök sem notuð eru í þessum reglum skulu hafa sömu merkingu og sett er fram í skilmálum og persónuverndaryfirlýsingu Ancestry.
Þessar reglur eru yfirgripsmiklar en ekki tæmandi. Ancestry bannar notendum þjónustunnar að taka þátt í hvers kyns hegðun eða aðgerðum sem Ancestry, að eigin geðþótta, ákveður að séu móðgandi, skerði réttindi annarra eða valdi öðrum skaða. Ancestry getur ekki borið ábyrgð á því efni sem notendur okkar búa til eða deila innan samfélagsins, en við áskiljum okkur rétt til að fjarlægja allar færslur eða athugasemdir sem brjóta í bága við þessar reglur eða skilmála okkar.
Ancestry áskilur sér rétt til að loka fyrir reikning þeirra sem gerast sekir um alvarleg eða endurtekin brot eða lögbrot, að geðþótta Ancestry.